Skilmálar

Almennir viðskiptaskilamálar
1. Skilgreiningar
1.1. Félagið vísar til Stúdíó Vík ehf., kt. 671294-2469.
1.2. Viðskiptaskilmálarnir vísar til almennra viðskiptaskilmála þessara.
1.3. Viðskiptavinur vísar til hvers einstaks viðskiptavinar Stúdíó Víkur.
1.4. Vörur vísa til hvers kyns vara sem viðskiptavinur hefur keypt af félaginu.
2. Upplýsingar um vörur og verð
2.1. Öll verð sem birt eru í netverslun félagsins eru með virðisaukaskatti, en við þau bætist sendingarkostnaður.
2.2. Allar upplýsingar sem birtar eru í netverslun félagsins, þ.m.t. um verð, eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur.
2.3. Komi í ljós að vara sem keypt er í netverslun félagsins sé uppseld, skemmd, gölluð eða á annan hátt ekki til reiðu til afgreiðslu til viðskiptavinar mun félagið upplýsa viðskiptavin um slíkt svo fljótt sem auðið er, og gefa viðskiptavini kost á annarri vöru sem hann sjálfur getur valið að kaupa eða hafna. Viðskiptavinur  getur einnig valið að falla frá kaupum.
3. Um greiðslur, verð og afhendingu
3.1. Viðskiptavinur skuldbindur sig til að greiða það gjald sem félagið setur fram við gerð pöntunar á vörum. Að sama skapi skuldbindur viðskiptavinur sig til að gera ekki ágreining um réttmæti greiðslu enda hafi vörur verið afhentar viðskiptavini.
3.2. Félagið áskilur sér rétt til að afgreiða ekki vörur komi í ljós að verð þeirra sé rangt skráð. Í slíkum tilfellum mun félagið hafa samband við viðskiptavin og bjóða honum að staðfesta pöntun sína á réttu verði eða falla frá henni ella.
3.3. Félagið leitast við að afgreiða allar sendar pantanir innan tveggja (2) virkra daga frá móttöku þeirra. Viðskiptavinum býðst að fá vörur sendar heim með Póstinum eða sækja keyptar vörur á opnunartíma félagins. Í þeim tilfellum þegar viðskiptavinur kýs að fá vörur sendar heim ber félagið ekki ábyrgð á tímasetningu heimsendinga, og þá gilda um slíkar sendingar skilmálar Póstsins.
3.4. Seldar vörur eru eign félagsins þar til þær hafa verið að fullu greiddar.
4.Um skilarétt og gallamál
4.1. Viðskiptavinur getur innan 14 daga skilað keyptri vöru til félagsins í skiptum fyrir aðra vöru eða inneign hjá félaginu. Vörur fást ekki endurgreiddar við vöruskil. Skilyrði fyrir vöruskilum sé að vörur séu ónotaðar, í upprunalegum umbúðum og í fullkomnu lagi. Ber viðskiptavinur ábyrgð og kostnað af sendingarkostnaði vegna vöruskila og fara vöruskil fram á upprunalegu kaupverði varanna.
Viðskiptavinir njóta ekki skilaréttar á vörum sem keyptar eru á útsölu eða tilboði.
4.2. Sé vara gölluð býðst viðskiptavini endurgreiðsla, að skipta gallaðri vöru í nýja og inneign hjá félaginu. Félagið endurgreiðir viðskiptavini jafnframt sendingarkostnað í þeim tilfellum gegn framvísun kvittana.
5. Trúnaður og meðferð persónuupplýsinga
5.1. Við pöntun fara upplýsingar um viðskiptavin í gagnagrunn félagsins og með
greiðslu fyrir pöntun samþykkir viðskiptavinur vistun upplýsinganna.
5.2 Félagið heitir viðskiptavinum að farið verði með pantanir þeirra sem trúnaðarmál og þær ekki afhendar þriðja aðila nema með samþykki viðskiptavinar eða ef dómsúrskurður eða lög gera kröfu um.
5.3. Engar upplýsingar um greiðslukort viðskiptavinar eru geymdar í gagnagrunni félagsins.
6. Gildissvið og ákvæð almenns eðlis
6.1. Almennir viðskiptaskilmálar þessir gilda um öll viðskipti viðskiptavinar og félagsins.
6.2. Viðskiptaskilmálarnir eru ófrávíkjanlegir og gilda um öll þau atriði sem fram koma í þeim, nema um annað sé samið með skriflegum hætti.
6.3. Um vöru- og þjónustukaup einstaklinga utan atvinnurekstrar gilda ennfremur lög um neytendakaup nr. 48/2003 og/eða lög um þjónustukaup hr. 42/2000, og ganga þau lög framar viðskiptaskilmálunum.
6.4. Kaup á hvers kyns vörum eru almennt háð lögum um lausafjárkaup nr. 50/2000 þar sem ákvæðum viðskiptaskilmálanna, sértækra samninga eða viðskiptavenju milli viðskiptavina og félagsins sleppir.
6.5. Félagið áskilur sér rétt til að gera breytingar á skilmálum þessum enda séu þeir birtir viðskiptavinum. Telst birting skilmála á vef félagsins nægjanleg birting og kaup viðskiptavina á vörum eftir að uppfærðir skilmálar hafa verið birtir jafngilda samþykki viðskiptavina á nýjum skilmálum.
6.6. Skilmálar þessir heyra undir íslensk lög og skal öllum ágreiningi um þá vísað til úrlausnar Héraðsdóms Reykjavíkur.